GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Íslenskar menningarafurðir

Jæja, kallinn er nú loksins búinn að skella sér á hina stórkostlegu mynd, Hilmir snýr heim. Hér er náttúrulega bara snilld á ferð. Þvílíkar tæknibrellur, þvílíkar persónur.Hver man ekki eftir Gimli, alveg frábær karakter og svo snípnum Pípinn. Nei, nei, skal ekki að grínast meira.

Annars þótti mér myndin bara fín (eins trúverðuglega og það kann að hljóma), langdregin til að byrja með en færist í aukana eftir rúma 2 tíma. Sannarlega á hún hrós skilið fyrir tæknibrellur, búninga og önnur smáatriði en sama má segja um myndir eins og Matrix og Star Wars. En það sem Lorrarinn hefur umfram Matrix og Star Wars er sagan. Það er allavega einhver sjáanlegur tilgangur með öllum þessu bardögum og hamagangi öfugt við hinar myndirnar. Mörgum þykir sagan ótrúlega góð og jafnvel frábær. Sumir hafa lesið hana tvisvar og nánast ælt á sig úr spenningi í bæði skiptin. Sjálfum finnst mér þessi saga ekkert sérstaklega spennandi, stundum stórkostlega leiðinleg en stundum á hún fína spretti. Hún má eiga það. Meðalsaga. Gef’essu *** þ.e. mynd þess verðug að sjá í bíó.

Fór á Kaldaljós um daginn. Þessi mynd er bara grín og áskrift á góðan svefn. Menn vilja meina að bókin Kaldaljós sé alger snilld. Svo má vel vera en myndin er rotnandi sorp. Kannski ekki alveg “rotnandi sorp” en hún daðrar við sorptunnuna . Þetta er gríðarlega hægfara mynd sem nánast ekkert fram að færa. Leikur er stirður og litlaus og samtöl illa skrifuð. Er ráfað fram og aftur í tíma til að segja sögu einhvers Gríms sem er alveg óhemju leiðinlegur myndlistarnemi í tilvistarkrepppu. Skil ég ekki frásögn af Grími í nútíð enda er hún bara notuð sem uppfyllingarefni án nokkurs tilgangs. Íslenskir gagnrýnendur hafa nokkur vel valin orð yfir hægfara og slakar íslenskar myndir. Eru þær sagðar ‘afskaplega ljóð- eða táknrænar’. Ljóðrænt minn rass, segi ég nú bara á slæmri íslensku og fordæmi íslenska gagnrýnendur fyrir að tjá sig með svo villandi hætti. Myndin skipar sér í flokk með myndum eins og Fálkum hans Friðriks Þórs og Opinberun Hannesar hans Hrafns. Eiga allar þessar myndir það sameiginlegt að fara út fyrir öll velsæmismörk í leiðindum og hugmyndaleysi. Fá þessar myndir yfirleitt prýðilega dóma hjá íslenskum gagnrýnendum (sem þannig grafa undan eigin trúverðugleik). Hrafn a bætir gráu ofan á svart með ömurlegu handbragði í Opinberun Hannesar. T.d. skiptust á skin og skúrir í einu og sama 1 mínútu atriðinu. Hvernig má það vera í 60 milljón króna mynd? Var maðurinn snarölvaður við gerð myndarinnar? Maður spyr sig.Annars gef ég Kaldaljósi ** fyrir viðleitni og svo leik Helgu Brögu sem virtist sú eina sem ekki var að drulla á sig úr tilgerð.

Opinberun Hannesar get ég ekki dæmt, lak útaf eftir 10 mínútur. Góð hljóðvinnsla samt........ já sæll.

Í Jólafríinu gerði ég svo misheppnaða tilraun til að lesa nýjasta afturkreisting Hallgríms Helgasonar, Hr. Alheim. DjíSÖss hvað þetta er slök bók. Er Hallgrímur endanlega búinn að missa það? Veit ekki hvaða bull þetta er.Gafst upp eftir tæpar 100 blaðsíður þó fyrr hefði verið. Alger tímasóun. Beint á brennuna með þetta.

Hvet þá sem enn eiga eftir að sjá myndirnar Kill Bill og City of God ***1/2 að drulla sér sem fyrst. Þetta eru engar meðalmyndir. “Cutting-edge”-kvikmyndagerð, hvernig sem menn túlka það. Sá svo nýjustu hetjumyndina sem mun brátt skola út úr kvikmyndahúsunum. Er það Master and Commander með tónlistarmanninum sívinsæla, Russel Crowe. Smyr ég *** á hana og lýk máli mínu að sinni.

Björn, eru Chelsea búnir að missaða? Maður spyr sig.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com