Nýárslortur
Bjarni lítur björtum augum á komandi veiðitímabil, ætlar að fá sér vöðlur og vaða út í strauminn í leit að vænni hrygnu. Leggja netin. Háleitt markmið og göfugt. Vonandi að það náist. Aldrei að vita nema maður setji sér svipað markmið án þess að opinbera það hér. Enda getur opinberun markmiðs sett allt úr skorðum. Pressa kann að verða of mikil frá utanaðkomandi aðilum og örvænting kann að grípa um sig. Slíkt getur aðeins leitt til óæskilegrar niðurstöðu. Maður gæti t.a.m. gefið sig á vald örvæntingar og hætt að elta vænustu hrygnurnar, farið að dorga upp úr drullupollum latar, offeitar og særðar hrygnur sem þrá það eitt að verða veiddar af vingjarnlegum veiðimönnum. Þannig getur kokteillinn “markmið og stolt” ofan í blöndur bakkusar knúið mann til fólskuverka. Snýst þá markmið upp í andhverfu sína og fer að vinna gegn manni en ekki með. Því ber að hafa í huga að markmið eru aldrei fyrir óviðkomandi.
En samkvæmt stjörnuspá Morgunblaðisns ætti árið 2004 að verða mér gjöfult. Það er öskrandi Júpíter í Voginni í september sem mun vara fram í október 2005 (Júpíter=þensla, fyrir þá sem ekki eru inni í stjörnumerkjafræðunum). Ég hef því 9 mánuði til að útbúa ítarlegan óskalista og velta framtíðinni fyrir mér. Þetta á vel við mig enda með áhugamál á við 4 einstaklinga og erfitt með að gera upp á milli þeirra. En svo heldur Morgunblaðið áfram “ heppnin verður með Voginni og áhrifamiklir einstaklingar munu vilja leggja henni lið, en hún þarf sjálf að taka fyrsta skrefið”. Allt í læ. Ennfremur segir Mbl: “Náin sambönd munu veita Voginni gleði á árinu... ...Árið 2004 verður upphafið að glænýju tímabili í lífi Vogarinnar og alger happafengur.” Nohh. Ekkert neikvætt gefur að líta í þessari spá nema hvað mér er spáð því að ég muni skipta um starfsvettvang. Það getur vel passað enda að ljúka námi í vor og mun ryðja mér til rúms á hinum almenna vinnumarkaði eftir útskrift.
Annars er vinsælt að nefna hvað stóð uppúr á árinu. Veit ekki hvað maður getur nefnt. Maður gleymir öllu jafnóðum og það gerist. En í mínum huga er tilkoma Iceland Express hátt á lista yfir minnistæða atburði þessa árs. Þvílík búbót fyrir íslenska neytendur. Sé ég nú Flugleiðir sligast í sundur í dauðakippum ef ekki verða til róttækar breytingar á rekstri þess enda svifaseint og kostnaðarsamt batterí sem á erfitt tímabil framundan.
Nenni ekki að setja mig í frekari fræðimannastellingar og ætla að slútta með því að óska öllum gleðilegs (h)árs.Smútaah
Farinn að horfa á skaupið aftur, það var svo viðbjóðslega fyndið......já sæll
O LE
<< Home