GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Dýraklám til bjargar

Deilt hefur verið um ágæti erótísks áróðurs frá því menn byrjuðu að meitla í steina og rita á papýrus til forna. Ávallt má finna fólk sem er tilbúið að draga upp hina myrkustu mynd af erótík hvort sem erótíkin birtist í máli, myndum eða persónu. Nú hefur það hins vegar verið endanlega sannað að klám er gott.

Pöndubirnir eru í útrýmingarhættu en í dýragarði í Bandaríkjunum hefur mikið verið reynt til þess að gera pöndubirnuna Hua Mei ólétta. Pöndurnar virðast hins vegar vera mjög latar til kynmaka, sem er kannski ástæðan fyrir því að þær eru í útrýmingarhættu. Nú er Hua Mei blessunarlega orðin ólétt. Það sem gerði útslagið voru kvikmyndir sem henni voru sýndar af öðrum pöndum í ástarleikjum. Af þeim lærði Hua hina ýmsu klæki bólfara og kviknaði þar ástarþrá sem leiddi til núverandi óléttu.

Meira má lesa um þessa baráttusögu hérna.

Ég óska klámiðnaðinum til hamingju með árangurinn.

Góðar stundir.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com