GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Gúrka? Veitingahúsagagnrýni

Mér virðist sem skíturinn hafi aldrei upplifað jafnmikla gúrkutíð og nú. Björn kom með einn stysta pistil sem birst hefur á skítnum fyrr og síðar. Styttri en Angel Eyes gagnrýnin góða.Ætla ég að reyna að kreista eitthvað út og kem því með smá veitingahúsagagnrýni til að fylla upp í tómið.

Það var í gærkveld að ég fór með nokkrum verðandi hagfræðingum á knæpu hér í borg er heitir Kaffi Victor. Um helgar er staðurinn einna þekktastur fyrir að vera smekkfullur af útlendingum og íslenskum, fráskildum, ofmeikuðum kerlingum á fimmtugsaldri með skínandi kameltær í leit að refsingu. En á virkum kvöldum skilst mér að staðurinn sé vel sóttur af kaffihúsarottum sem kunni vel að meta góðan skyndibita sem er í meðallagi dýr. Líkt og á Kaffibrennslunni og Vegamótum.

Er á staðinn var komið voru útlendingarnir á staðnum en engar kameltær sjáanlegar. Einhver gelgjuhjörð var þarna að horfa á Evróvision svo og einhverjar saumaklúbbsstúlkur sem hefðu vel getað verið í Nylon.Var stungið úr einum eða tveimur flötum og matur pantaður af fjölbreyttum matseðli. Kallinn bað um Cajun kjúklinga-baquette með rauðlauk, sveppum, frönskum og hvítlaukssósu fyrir léttar 1390 krónur staðgreitt. Hinir fengu sér borgara hússins á 970 radísur. Þeim virtist vel líka kjötbollan í brauðinu og ég var hæstánægður með hvítketið sem var mikið og gott.Baquette-ið var nýbakað og sveppirnir vel grillaðir. Þjónustustúlkur voru snarar í snúningum og bið eftir mat var innan fimmtán mínútna. Allt eins og það á að vera. Staðurinn fær solid *** af 5 mögulegum.

Nú verð ég að hætta þessu prumpi enda próf innan skamms.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com