EM nálgast
Nú eru aðeins nokkrir dagar í gargandi knattspyrnuveislu í boði UEFA. Hefjast herlegheitin 12 júní og standa í einhverjar vikur. Ljóst má vera að einhver heimili munu fara í hundana vegna rifrilda um hvaða stöð eigi að horfa á. Það er jú ekki hægt að horfa á Fólk með Sirrý á meðan Frakkland og Holland sparka sín á milli. Því spyr ég hina giftu Skítsmeðlimi: Hafið þið gert einhverjar ráðstafanir til að halda frúnum góðum?
Aldrei fá þær betri samningsstöðu en þegar EM eða HM í fótbolta stendur yfir. Það er þó alfarið þeirra að átta sig á því og færa sér það í nyt. Sambönd eru jú ekkert annað en samfelldur samningafundur og þau sambönd vara hvað lengst einkennast af sveigjanlegustu samningsaðilunum og fæstum ágreiningsefnum. Eða er það bara tóm vitleysa? Ég hvet því hér með ektakvinnur punga sinna að nýta þetta tækifæri til hins ítrasta og fara fram á ótrúlegustu hluti. Þannig geta stórmót í fótbolta verið ánægjulegur tími fyrir alla, konur sem kalla.
Upphitun er þegar hafin. Fyrir það fyrsta er búið að ræsa í Íslandsmótinu í knattspyrnu. DjíSÖSS hvað það er slakur bolti. Eins og að horfa á einfætlinga í grindahlaupi. Leikmenn geta nákvæmlega ekki neitt.Hlaupa alltaf rakleiðis með boltann útaf eins og það sé lykilatriði að fá sem flest innköst.Set hauskúpu á íslenska boltann og hvet fólk frekar til að taka til í garðinum hjá sér:stinga upp fífla eða klippa runna.
Annað sem hefur vakið athygli mína er fjöldi auglýsinga sem skarta fólki sem leikur listir með tölvugerðum fótbolta. Margar eru ansi hressandi líkt og OLE!-auglýsingin fyrir Nike hvar hinn skögultennti framherji, Ronaldinho, er tæklaður til ólífis af dómaranum.
Auglýsingin “Má Eiður koma út að leika” er alveg gallsúr og vandræðaleg með fyrirsjáanlegt punch-line. Maður hefur varla hugmynd um hvað er verið að auglýsa. Einhvern goslausan gosdrykk að öllum líkindum.
Slakasta fótboltaauglýsingin er “Landsbankadeildin”. Þetta er með því slakasta sem ég hef séð. Fáum öll fótboltavensl landsins til að grína fyrir okkur í klukkutímalangri auglýsingu inn í banka. Já klukkutíma segi ég því það er sem auglýsingin ætli engan endi að taka. Svo er spilað eitthvað endurunnið gítarvæl yfir þessu öllu sem knýr mann til að slökkva á meðan þetta sorp gengur yfir. Takið eftir hvað fagnaðarlætin eru mikil þegar markið er skorað: þ.e. ef þið endist út auglýsinguna. Alveg frábært.
Að lokum skal minna á landsleik Íslands og Englands þann 5 júní. Ég hef skv. áreiðanlegum heimildum að Íslenska liðið ætli að fara óhefðbundnar leiðir við að stöðva ensku leikmennina: Reyna að losa reimar andstæðingsins í hverju einasta fasta leikatriði og trasha eiginkonur leikmannanna. Þannig ætlar Indriði Sig. a.m.k. að lækka rostan í Beckham. Losa reimarnar hjá honum, segja “pardon me, sir, but is that a shit on your neck?”, nippla hann og hirða af honum boltann.SmÚt. Getur ekki klikkað. Mín spá fyrir leikinn: England-Ísland: 1-2 . Annað markið okkar kemur kjölfar vítis sem Heiðar Helguson fiskar af Sol Campell.
Farinn í bolta...
<< Home