GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Halló Akureyri.

Góðan daginn kæru lesendur. Það er lertinn sem talar. Uppstrílaður og vatnsgreiddur með skítinn í brókunum. Sem stendur er ég staddur á e-i ráðstefnu sem ég skil ekkert í. Fræðimenn blaðra e-ð bull sem gæti verið á hebresku og allir kinka kolli í takt.Til að falla inn í hópinn kinka ég líka kolli og þykist skrifa eitthvað comment á blaðið fyrir framan mig.

Nema hvað. Akureyrin er alltaf söm við sig. Ekkert að gerast hérna. Takið Laugaveginn á fimmtudagskvöldi og deilið með tíu. Útkoman? Akureyri. Menn taka hér sína útgáfu af laugavegsrúntinum. Keyra 100 hringi í kringum eina húsaröð og biba á hver annan í von um fæting. Kl. 10 í gærkvöldi hafði ég ekki snætt í lengri tíma. Gekk ég því eins og vitstola mongóliti um allan bæ í leit að bita. Allt var lokað. Enginn á ferli. Að lokum kem ég að lítilli sjoppu við hliðiná bíóhúsinu.

Tvö bólugrafin gerpi með aflitað hár að afgreiða. Einn stór, annar lítill.

Með hverju mæliði? spyr ég.

McGrady borgarinn er alltaf vinsæll. Segja þeir.

Einn McGrady þá. Segi ég, forvitinn og hungrið gerði það að verkum að ég var til í hvaða drullu sem er. Meðan þeir steikja hakkið tylli ég mér og kíki í bæjarblaðið.Ekkert í því. Nýr róló í þessu hverfi, bæjarlistamaðurinn er þessi, hreinsunardagurinn er um helgina, hvað er bæjarstjórinn að hugsa? Heyri ég þá á tal þeirra bóluhjálma.

"hva verða engar tjellingar þarna?"

"nei, engar hænur"

Fínt spjall. Kemur þá borgarinn. Þvílíkur viðbjóður er vandfundinn undir sólinni. 1mm sneið af kjöti og 20 franskar í brauði. Akureyri special. Í ofanálag, 1 dl af kokteilsósu. Ég var nær dauða en lífi eftir að hafa torgað þessum djöfli. Svimaði af seddu. Þurfti handklæði til að þerra sósuna framanúr mér.Viðbjóður.

Drollaðist heim og fékk nokkur bíbb frá heimamönnum. Forðaði mér heim áður en ég yrði fyrir skyndiárásum þessara apakatta.

Verð nú að kveðja, næsti fyrirlestur er að hefjast. Verð að finna penna, verð að halda mér vakandi.

Góðar stundir.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com