GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Dagur í Rugli

Dagurinn er í rugli, verð að fá skilafrest fram á laugardag. Ég ætlaði að koma með flugbeitta gagnrýni á brandarasmurning Guðmundar á skítinn. Verð að láta smá komment duga. Ég hélt að það hefði verið fyrir löngu búið að banna copy-paste pistla þar sem brandarar úr einhverjum brandarabönkum eru paste-aðir á skítinn sem fylliefni. Brandarar eiga heima í Séð og Heyrt en ekki á skítnum.

En ég verð þó að paste-a smá drullu sem ég fékk í tölvupósti í gær. Mér barst tilboð. Það hljóðaði svo:

Sögufélag vill bjóða starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands nýútkomið rit um sögu Stjórnarráðs Íslands á sérstöku tilboðsverði. Ykkur býðst allt verkið, alls 3 bindi, á kr. 14.900 í stað almenns verðs, kr. 20.700 og skipta má greiðslum í tvennt eða jafnvel þrennt. Tvö bindanna eru þegar komin út en þeir sem kaupa bindin þrjú munu fá hið þriðja sent heim um leið og það kemur úr prentun í júní næstkomandi.

"Jú, ég ætla að fá tvö tilboð, þetta er nánast ókeypis! " Eins og að fara á Stælinn í ostborgaratilboð.

En hvað er eiginlega að? Eru menn alveg firrtir? Ég hugsa að fjöldi áhugasamra um þetta tilboð hlaupi á bilinu 3-8, eru þá höfundar meðtaldir. Gætu allt eins boðið mér símaskrá Úsbekistan til sölu fyrir 100.000 kall og pakka af húbba búbba í kaupbæti. Ef svo ólíklega vildi til í framtíðinni að ég hefði áhuga á að lesa kápuna á þessari sögu Stjórnarráðsins, þá fer ég bara á bókasafnið. Ver því að hafna þessu tilboði.

Verð að þjóta að nýju, en mun að öllum líkindum smyrja pistli á laugardag. Í bætur fyrir slaka frammistöðu í dag. Ég skammast mín fyrir þessi vinnubrögð en það verður bara að hafa það.



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com